Nýlega fengum við fyrirspurn um það hvernig hægt sé að raða kennitölum eftir fæðingardegi. Þetta krefst smá formúluvinnslu, sem er í raun einföld ef hún er tekin í litlum skrefum.
Létt spáskjal fyrir Evrópumótið 2012 sem hefst nú í sumar. Skjalið er útbúið fyrir vinnustaðaleik með það í huga að aðilar hafa mismikla þolinmæði til að liggja yfir hugsanlegum úrslitum.
Þegar línurit eru gerð úr töflum sem sækja niðurstöður sínar í aðrar töflur með formúlum, birtast oft núllin í línuritunum, óumbeðin.
Hér eru þrjár einfaldar aðferðir til að losa sig við birtingu núllanna í línuritunum.
Continue reading »
Nýlega fékk síðan fyrirspurn hvort Excel geti lagt saman annan hvern reit í rangri runu talna eða töflu. Excel býður ekki upp á neina formúlu sérstaklega fyrir þessa aðgerð en þetta er samt hægt, með því að blanda saman nokkrum formúlum.
Continue reading »
Föllin AND og OR eru þægileg viðbót við if fallið. AND fallið skilar TRUE ef öll skilyrði sem sett eru inn í það eru sönn, annars FALSE, á meðan OR skilar TRUE ef eitthvað af skilyrðunum sem sett eru inn eru sönn, annars FALSE.
Continue reading »
Klassískt skjal. Skjalið inniheldur tvo teninga sem hægt er að “kasta”. Continue reading »
Eftir að hafa notað samasem merkið (=) í Excel árum saman lærði ég nokkuð nýlega hvernig á að gera „ekki sama og“ í föllum.
Continue reading »
Það er nokkuð algengt aðgerð hjá Excel fíklum að vilja fjarlægja endurtekningar í gagnagrunnum. Fyrir daga Excel 2007 var þetta nokkuð snúið að framkvæma en þó ekki ómögulegt.
Continue reading »
Ein ánægjulegasta viðbótin í Excel 2007 var, að mínu mati, fallið IFERROR. Með því er hægt að skipta út öllum villuboðum fyrir texta, eyðu eða nánast hvað sem hugurinn girnist.
Fyrir tíma Excel 2007 þurftu notendur að notast við krókaleið að því að skipta út villuboðum með tveimur samsettum föllum: IF og ISERROR.
If fallið er mun einfaldara en almennt er talið. Það virkar svona:
=IF([Ef þetta];[þá þetta];[annars þetta])
Semíkomman skilur að skipanir.
Dæmi:
=IF(A1=10;”A1 er tíu!”;”A1 er ekki tíu!”)
Þetta gefur okkur að ef í cellu A1 er talan 10 þá muni standa “A1 er tíu!“, annars “A1 er ekki tíu!“.
Continue reading »