Jun 072012
 

Nýlega fékk síðan fyrirspurn um það hvernig hægt sé að leggja saman eða telja tölur í mengi sem fylgja ákveðnum skilyrðum.

Segjum sem svo að þú sért með 50 tölur á bilinu 0 til 100 í reitum A1:A50. Þú vilt geta slegið inn ákveðna tölu á bilinu 0 til 100 í C1 reitinn og fá út fjölda tölustafa í menginu sem er yfir þeirri tölu í reitinn D1.

Þú notast við countif og slærð eftirfarandi formúlu í D1:

=COUNTIF(A1:A50;”>”&C1)

“>” hlutinn táknar “meira en” og “&” límir viðkomandi skilyrði við C1, þar sem talan er slegin inn. Til að fá summu talna sem eru hærri en sú tala sem slegin er í C1 er COUNTIF einfaldlega skipt út fyrir SUMIF.

Hér eru svo gildin fyrir önnur skilyrði sem hægt er að nota í stað “>”:

“>” = Meira en X.
“>=” = Jafn og eða meira en X.
“<>” = Ekki jafnt og X.
“<" = Minna en X. "<=" = Jafn eða minna en X. "=" = Jafnt og X (óþarfi að nota, þar sem COUNTIF([mengi];[tala]) skilar sömu niðurstöðu).

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.