Jun 122011
 

Það getur verið erfitt að útbúa ný, frumleg lykilorð þegar gerðir eru reikningar eða lykilorð endurnýjuð. Þá getur verið gott að grípa í skjal sem ég útbjó fyrir vin minn nýlega, sem var að kljást við þá sálarangist sem fylgir lykilorðagerð.

Skjalið er hægt að sækja hér að neðan.

 

 

Í því velur Excel lykilorð fyrir þig af algjöru handahófi. Það eina sem þú þarft að gera er að velja fjölda bókstafa í því og fjölda tölustafa. Lykilorðið getur verið frá 6 til 16 stafa að lengd.

Skjalið er agnarsmátt og ólæst. Ykkur er velkomið að unhide-a (Ísl.: Affela) allar sellur og spá í uppbyggingu þess. Ennfremur er ykkur velkomið að spyrja í athugasemdakerfinu eða senda póst á excel@excel.is með fyrirspurnir.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.