Vlookup og Hlookup föllin eru notuð til að fletta upp gildum í töflum, út frá ákveðnum forsendum. Í þessari færslu verður reynt að útskýra þessi föll og sýnd dæmi um notkun á þeim.
Vlookup
Vlookup stendur fyrir Vertical lookup (Ísl.: lóðrétt uppfletting) og er notað til að leita til hægri í töflu út frá gildi sem er skráð lengst til vinstri í sömu töflu. Fallið er ritað:
=VLOOKUP([gildi sem leitað er eftir];[tafla];[hversu marga reiti á að leita til hægri];[binary breyta: 0 = nákvæm uppfletting / 1 = nærtækt gildi])
Dæmi: =VLOOKUP(“Garðar”;A2:D11;3;0)
Þetta fall leitar að nafninu Garðar í töflu á svæðinu A2:B11. Eftir að nafnið er fundið í dálkinum lengst til vinstri er leitað til hægri í dálk númer þrjú, í sömu röð og nafnið fannst. Niðurstaðan í þessu tilviki er “45”.
Hefði 2 verið skráð í stað 3 hefði niðurstaðan verið “Karl” og ef 4 þá væri niðurstaðan “101”.
Tökum annað dæmi úr sömu töflu: =VLOOKUP(“Bríet”;A2:D11;3;1)
Í þessu tilviki eru tvö gildi með nafninu Bríet í töflunni og leitast eftir “nærtæku gildi” þar sem síðasti hluti formúlunnar er 1 en ekki 0 eins og áður. Þetta þýðir að formúlan leitar nú að nærtæku gildi í töflunni sem fer ekki lengra í stafrófinu eða er hærra gildi. Ef næsta gildi á eftir er lengra í stafrófinu eða hærri tala, stoppar leitin og núverandi niðurstaða er látin nægja.
Í þessu tilviki er leitað að “Bríet”. Seinni Bríet er ekki lengra aftar í stafrófinu en næsta gildi á eftir er það (Garðar). Seinni Bríetinni er því skilað sem niðurstöðu og leitað í þeirri röð að þriðja gildi. Niðurstaðana er því “49”.
Á sama hátt hefði “Ceres” skilað sömu niðurstöðu, þ.e. 49 þar sem Bríet er næsta gildið á undan sem ekki fer framfyrir Ceres í stafrófinu. Ef leitast væri eftir nákvæmri niðurstöðu (0 í síðasta hluta vlookup fallsins) hefði fallið skilað villumeldingu, þar sem “Ceres” er ekki í töflunni. Ef ekkert gildi er á undan í stafrófinu þá skilar 1 í síðasta hluta fallsins villumeldingu.
Ef hinsvegar er skráð 0 í síðasta hluta formúlunnar og þannig leitast eftir nákvæmri niðurstöðu á nafninu “Bríet” skilar 0 alltaf fyrsta gildinu sem kemur upp, í þessu tilviki 34.
Hlookup
Vlookup stendur fyrir Horizontal lookup (Ísl.: lárétt uppfletting) og er notað til að leita niður í töflu út frá gildi sem er skráð efst í sömu töflu. Fallið er ritað:
=HLOOKUP([gildi sem leitað er eftir];[tafla];[hversu marga reiti á að leita niður];[binary breyta: 0 = nákvæm uppfletting / 1 = nærtækt gildi])
Hlookup virkar alveg eins og Vlookup nema í stað þess að leita niður að völdu gildi og svo til hægri að því sem leitað er eftir, fer Hlookup fyrst til hægri í leit að völdu gildi og því næst niður.
Dæmi: =HLOOKUP(“Hjálmur”;A1:J4;3;0)
Fallið leitar að nafninu Hjálmur í töflu sem spannar svæðið A1:J4. Eftir að nafnið er fundið í efstu röðinni er leitað niður í röð númer þrjú, í sama dálki og nafnið er. Niðurstaðan í þessu tilviki er “47”.
Síðasti hluti fallsins (binary breytan 0 eða 1) virkar á sama hátt og í Vlookup nema leitað er til hægri í stað niður að næsta gildi í stafrófinu eða í tölugildi og notast við það sem ekki fer framyfir uppflett gildi.
Dæmi: =HLOOKUP(“Garðar”;A1:J4;3;1)
Í þessu tilviki eru tvö gildi með nafninu Garðar í töflunni og leitast eftir “nærtæku gildi” þar sem síðasti hluti formúlunnar er 1 en ekki 0 eins og áður. Þetta þýðir að formúlan leitar nú að nærtæku gildi í töflunni sem fer ekki lengra í stafrófinu eða er hærra gildi. Ef næsta gildi á eftir er lengra í stafrófinu eða hærri tala, stoppar leitin og núverandi niðurstaða er látin nægja.
Í þessu tilviki er leitað að “Garðar”. Seinni Garðar er ekki lengra aftar í stafrófinu en næsta gildi á eftir er það (Hjálmur). Seinni Garðar er því skilað sem niðurstöðu og leitað í þeirri röð að þriðja gildi. Niðurstaðana er því “38”.
Á sama hátt hefði “Hallur” skilað sömu niðurstöðu, þ.e. 38 þar sem Garðar er næsta gildið á undan sem ekki fer framfyrir Hallur í stafrófinu. Ef leitast væri eftir nákvæmri niðurstöðu (0 í síðasta hluta hlookup fallsins) hefði fallið skilað villumeldingu, þar sem “Hallur” er ekki í töflunni.
Ef hinsvegar er skráð 0 í síðasta hluta formúlunnar og þannig leitast eftir nákvæmri niðurstöðu á nafninu “Garðar” skilar 0 alltaf fyrsta gildinu sem kemur upp, í þessu tilviki 45.
Sýniskjal
Hér að neðan er sýniskjal með dæmi um töflur og uppflettingu. Bláir reitir innihalda innsláttarreiti og grænir reitir Vlookup og Hlookup formúlur.
Vlookup/Hlookup dæmi
Látið vita í athugasemdum eða sendið póst á excel hjá excel.is ef eitthvað er óskýrt.
Geggjad!
Ef maður vildi breyta töflunni þannig að karl og kona væru uppi í staðinn fyrir nöfnin og láta leita upp nöfnin hvað gerir maður þá?
Sæl Guðrún
Geturðu sent okkur dæmi um slíka uppsetningu í skjali á excel@excel.is og með útskýringu á því hvað þú myndir vilja leita uppi?
Kv.
Finnur
excel.is
Sæll var að sjá þetta núna 🙂 hér er tafla og mig vantar að fá nöfnin sem eru stafirnir fremst, inn í töflu 2 sem er fyrir neðan þessa. Er búin að finna að xlookup virkar en get ekki copyað hana til hliðar, bara niður
Tafla 1:
Vika 49 30.nóv 01.des 02.des 03.des 04.des
D St HG1 st FV1 St
H A-vakt St St Off St
H G.Ís G.ís þ-vakt G.ga
H
S Br Off Off Orlof HG1
K Br Off Br B B
K A-vakt Ga.Ís
J Off Gö.ga Off Gö.ga Off
J þ-vakt Ho Ho
Tafla 2:
30.nóv HG1 FV1 A-vakt Þ-vakt
01.des
02.des
03.des
04.des
Sæl Guðrún
Endilega sendu Excel skjalið á excel@excel.is, þar sem það kemur ruglingslega út í þessu formi.
Kv.
Finnur
excel.is