Sep 122017
 

Þegar unnið er með töflur eða gagnasett er gott að geta séð heiti hvers hluta töflunnar, sama hversu langt er flett niður eða til hliðar. Ein besta leiðin til þess er að nota fídusinn Freeze Panes.

Hægt er að nota Freeze Panes á þrjá vegu:

  1. Að frysta röð
    • Ef þú vilt bara festa efstu línuna er nóg að fara í View, velja Freeze Panes og Freeze Top Row.
    • Ef þú vilt festa fleiri en eina línu, t.d. fyrstu þrjár, þá velurðu línu fjögur í heild sinni,  ferð í view og velur Freeze Panes og svo Freeze Panes.
  2. Að frysta dálk
    • Ef þú vilt bara festa dálkinn lengst til vinstri er nóg að fara í View, velja Freeze Panes og Freeze First Column.
    • Ef þú vilt festa fleiri en einn dálk, t.d. fyrstu þrjá, þá velurðu dálk D í heild sinni,  ferð í view og velur Freeze Panes og svo Freeze Panes.
  3. Að frysta bæði röð og dálk
    • Ef þú vilt festa röð og dálk samtímis þá velurðu aðeins einn reit sem samtvinnar dálkinn/dálkana og röðina/raðirnar sem þú vilt festa, áður en farið í er View, Freeze Panes er valið og svo Freeze Panes.
      • Dæmi: Ef þú vilt festa röð 1 og dálk A, þá velurðu reit B2 (View, Freeze Panes og Freeze Panes).
      • Dæmi: Ef þú vilt festa raðir 1-5 og dálk A-B þá velurðu C6 (View, Freeze Panes og Freeze Panes).

Sé ekkert reitur A1 valinn áður en View, Freeze Panes og Freeze Panes er valið þá festir Excel fyrstu 25 raðirnar og 10 dálkana, einhverra hluta vegna.

Til að affesta dálka og/eða raðir þarf aðeins að fara í View, Freeze Panes og velja Unfreeze Panes, sem þú birtist þar sem áður var Freeze Panes.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.