Það er vinsælt í Excel skjölum með háum tölum að birta þær í þúsundum, milljónum eða jafnvel stærri einingum. Þannig væru til dæmis 100 milljónir skráðar sem 100 í töflum eða gröfum til að spara pláss og minnka flækjustig skjalsins.
Vanalega er deilt með þeirri einingu sem viðkomandi vill hafa töluna í, t.d. að deila með milljón til að fá út 100 í dæminu fyrir ofan. Önnur leið og betri er að breyta sniðmáti tölunnar.