Jan 012016
Áttu von á barni/gæludýri en vantar nafn? Ertu þreytt(ur) á þínu dæmigerða nafni? Eru opinberar stofnanir ósáttar við nafn sem þú vilt nota? Það er óþarfi að örvænta. Hér er skjal sem hjálpar.
Í nafnavél, útgáfu 2.0 er hægt að velja eitt eða tvö eiginnöfn, eða eitt eiginnafn og eitt sérstakt millinafn á dreng eða stúlku með auðveldum hætti.
Skjalið velur aðeins úr löglegum íslenskum nöfnum sem fengin er af vefsíðunni island.is. Hér eru nokkur dæmi um gullfalleg íslensk nöfn fengin úr skjalinu:
Petrúnella Mábil (tvö eiginnöfn – kvenkyn)
Svörfuður Gustav (tvö eiginnöfn – karlkyn)
Tera Gnurr (eitt eiginnafn og eitt millinafn – kvenkyn)
Jafet Laufland (eitt eiginnafn og eitt millinafn – karlkyn)
Sækið skjalið hér að neðan:
Nafnavél - Útgáfa 2.0
1 file(s) 112.56 KB