Aug 132014
 

Viljirðu notast við handahófskenndar tölur í Excel skjali þá býður Excel upp á tvö föll.

Annars vegar er það RAND fallið sem einfaldlega er ritað

=RAND()

og skilar það tölu á bilinu 0 og 1, með fimmtán aukastöfum. Viljirðu tölu á bilinu 0 og 100 þá geturðu einfaldlega margfaldað með 100:

=RAND()*100

og ef þú vilt að hún sé slétt þá faðmarðu fallið með ROUND fallinu:

=ROUND(RAND()*100;0)

Hliðarspor: ROUND fallið virkar þannig:

=ROUND([tala eða reitur];[fjöldi aukastafa]).

Dæmi:

=ROUND(99,4999;1)

Skilar 99,5.

 

Hinsvegar er það RANDBETWEEN fallið sem leyfir þér að velja efri og neðri mörk.

=RANDBETWEEN([neðri mörk];[efri mörk])

Þannig er t.d. mun einfaldara að finna handahófskennda tölu á milli 0 og 100:

=RANDBETWEEN(0;100)

Og fallið skilar tölu án aukastafa, á bilinu 0 og 100.

ATH.

  1. Fallið RANDBETWEEN skilar alltaf heilli tölu, án allra aukastafa.
  2. RAND OG RANDBETWEEN endurkeyrist þegar ýtt er á F9 eða þegar breyting er gerð á skjalinu, svo ef þú vilt fasta tölu mæli ég með því að afrita töluna sem birtist og paste-a sem value.
  3. Önnur leið til að fá endanlega tölu er að slá inn t.d. =RAND() og ýta á F9 í formúlu reitnum, svo formúlan keyrist ekki aftur þegar breyting er gerð á skjalinu.

Eins og alltaf vonum við að þetta komi að notum og ef eitthvað er óljóst, látið vita í athugasemdum.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.