May 022012
 

Létt spáskjal fyrir Evrópumótið 2012 sem hefst nú í sumar. Skjalið er útbúið fyrir vinnustaðaleik með það í huga að aðilar hafa mismikla þolinmæði til að liggja yfir hugsanlegum úrslitum.

Fyrst er liðum spáð upp úr riðli en síðan spáð fyrir um úrslit í úrslitakeppni þangað til setið er uppi með Evrópumeistara. Tölustafirnir 1 og 2 eiga að koma þessu alla leið hjá hverjum og einum þannig að jafnvel þeir óþolinmóðustu ætti að komast í gegnum þetta.

Hvernig spilað er úr spádómsgáfunni er háð hverjum vinnustað en í skjalinu er búið að stilla stigagjöf fyrir vinnustað undirritaðs.

[wpdm_file id=60]

Búið er að upplýsa höfund um bleikan lit í skjali en aðstæður voru þannig.

 

Uppfært: Bætt inn samantektarflipa þar sem hægt er að taka saman úrslit.

[wpdm_file id=61]

Skjalinu stillt upp með átta þáttakendur í huga, það er bara að bæta við flipum og laga stöðuflipann að auknum fjölda ef þarf. Með þessu skjali ætti að vera hægt að setja inn spá hvers og eins og síðan fylla inn flipann “Úrslit” (bleikur að lit) og þá ættu stig að uppfærast sjálfkrafa á stöðuflipanum. Hægt er að setja inn stig fyrir hvern þátt í bláu reitina á stöðuflipanum.

  2 Responses to “Euro 2012 vinnustaðaleikur”

  1. Takk fyrir gott skjal. Eitt sem ég var að pæla, ef ég sameina spárnar í eitt skjal, eitt sheet fyrir hvern spámann væri þá ekki tilvalið að fá frá þér úrslitaskjal sem tekur saman stigin?

  2. Sæll og afsakaðu seint svar, mikið vakað fram eftir nóttu undanfarið við körfuboltagláp og “nennu” stuðullinn eftir því.

    Smellti inn skjali í sömu færslu, hendir á mig athugasemdum ef einhverjar eru. djg@skondra.is

Leave a Reply to Davíð Jens Cancel reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.