Síðunni barst fyrirspurn þess efnis að setja saman súlurit þar sem skiptar og óskiptar súlur sitja saman í hóp.
Notaður er grafvalmöguleikinn fyrir skiptar súlur (stacked column chart) og sá möguleiki notaður til þess að búa til skiptar súlur og óskiptar súlur samhliða. Galdurinn er að setja upp gögnin á réttan máta. Hér fyrir neðan er einfaldað dæmi sem ætti að vera hægt að heimfæra á önnur tilvik. Ein súlan á að vera þrískipt en á að standa með tveimur öðrum súlum sem eru óskiptar. Hugaði ekki að fleiri útfærslum við þessa framkvæmd en þær eru eflaust til.
Til þess að byrja með eru gögnin valin á neðangreindan máta og grafvalmöguleikinn “stacked column chart” valinn.
Því næst er nöfnunum sem við viljum fá á ásinn skipt inn fyrir tölurnar sem valdar voru. Það er gert með því að hægri smella á grafið og velja “Select Data”.
Þá er edit valið fyrir hvaða breytu sem er af þeim sem eru á grafinu.
Svo er bara að velja nafnabilið eins og við settum það inn. Muna að velja tómu reitina einnig svo þetta verði miðjujafnað.
Þá er bara að laga aðeins til grafið og þétta bilið á milli en það er gert með því að hægri smella á súlu á grafinu og velja “Format Data Series” og fikta í “Gap width” í Series Options.
Þá ætti grafið að líta nokkurn veginn svona út.
Hægt er að setja tóma dálka við hægri og vinstri hlið gagnatöflunnar (alveg eins og tómir dálkar eru settir á milli) til að rýmka aðeins til hliðanna.