Jul 142011
 

Sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir það að fylgjast með bensíneyðslu bílsins. Að neðan er einfalt skjal sem auðveldar útreikninga eftir bensíntöku.

Í skjalinu eru lítrar teknir slegnir inn, fjöldi km eknir frá því síðast var fyllt á bílinn, verð lítrans (sem er síbreytilegt) og hversu langt er síðan bensín var síðast tekið.

Skjalið skilar þá eyðslu á hverja 100 kílómetra í lítrum og krónum, ekna kílómetra, lítraeyðslu og krónueyðslu á dag, ásamt heildarverð á tanki, áætlaðir eknir km á ári og þá upphæð sem fer í bensínkaup á ári.

Mjög einfalt skjal sem sýnir hversu auðvelt er að gera nytsamleg skjöl í Excel.

ATH. Upphaflega skjalið innihélt villu. Hún hefur verið leiðrétt, þökk sé ábendingu lesanda.

  2 Responses to “Bensíneyðsla”

  1. Góðan dag, ég veit ekki hvernig þessi formúla á að ganga upp?
    það hlýtur að vera villa í því.

    • Sæll Valgeir.

      Þakka þér fyrir ábendinguna. Skjalið var stillt á manual calculation, þeas það uppfærði ekki útreikninga nema ýtt væri á F9. Einnig var smá skekkja í einni formúlunni. Þetta hefur verið lagfært í skjalinu sem nú er hægt að sækja hér að ofan.

      Kærar þakkir fyrir þetta.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.