Jun 072011
Þetta vandamál á sennilega við um Windows í heild sinni og þar sem Excel er risastór hluti af því þá læt ég þetta ráð flakka hér.
Nokkrum sinnum á dag kemur það fyrir mig að Excel hættir að birta íslenska stafi, þeas að lyklaborðið fylgi enskri uppsetningu en ekki íslenskri. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að þú hefur rekið þig í hægri shift takkann og vinstri alt takkan á lyklaborðinu samtímis.
Lausnin er einfaldlega að halda hægri shift takkanum niðri og ýta á vinstri alt takkann aftur. Vandamál leyst.