Möguleikarnir með Excel eru óendanlegir. Meðal þeirra skjala sem hægt er að gera og uppfæra í Excel eru æfingaáætlanir fyrir ræktina. Neðst í færslunni má finna eitt slíkt skjal.
Skjalið er mjög einfalt í uppsetningu. Það sýnir 83 lyftingadaga með þremur mismunandi vöðvadögum, þeas brjóstvöðvi og þríhöfði, tvíhöfði og bak og fætur og axlir, ásamt upphitun, brennslu og teygjum.
Á hverja æfingu er svo hægt að smella fyrir hlekk á netinu fyrir leiðbeiningar um æfinguna, sem gott er að skoða áður en skundað er af stað í líkamsræktarstöðina.
Skjalið var gert í Excel 2007, svo þið afsakið litasamsetninguna á því, ef þið opnið það í Excel 2003 og eldri útgáfum.
Ég get ekki ábyrgst að æfingarnar séu við hæfi fyrir alla. En þær ættu að duga fyrir þá sem eru að byrja lyftingar. Hvergi í skjalinu eru fjöldi endurtekninga skráður en venjulega er miðast við 8-12 endurtekningar og þrjú sett.