May 162011
 

Í Excel er lítið mál að setja prentun af stað en að prenta rétta efnið á rétta forminu er kannski ekki eins augljóst.

Án þess að detta í hugleiðingar um hvernig prentarar prenta síður (Portrait vs Landscape o.þ.h.) þá er þetta helst.

Þegar athuga þarf prentsvæði (unnið í Excel 2007) er farið í “View” á valflipaborðanum á þar er smellt á “Page Break Preview”.

Það viðmót sem þá kemur upp, prentumbrots umhverfið, er notað til að stjórna því hvaða efni prentast út og hvernig það birtist á útprentuðum síðum.

Þegar inní prentumbrots umhverfið er komið (ef ekki hefur verið átt við það áður og upplýsingar hafa verið slegnar inn í skjalið) þá hefur Excel, að öðru jöfnu, sjálfkrafa skipt efni niður á síður til útprentunar. Myndin að neðan er ýkt útgáfa af því sem gæti verið reyndin.

Örvæntið ei því þessar ágætu bláu línur má draga til með því einu að færa músarbendilinn yfir viðkomandi línu og halda inni músartakkanum meðan línan er dregin (virkar líka fyrir brotalínur). Með þessum drætti *hóst* er hægt að stjórna því hvaða efni á að koma á hvaða síðu eða jafnvel sameina síður.

Sé ástæða til að bæta við síðum eða stjórna prentsvæði betur dettum við í hægri smellingar.

Ef afmarka á síður þá er hægri smellt og “Insert Page Break” valið:

Ef aðeins á að prenta eitthvað ákveðið svæði (t.d. ef við vildum bara prenta eina töflu af töflunum í sýnimyndunum hér að ofan) þá er það svæði valið (reitirnir svertir), hægri smellt og “Set Print Area” valið.

Við það verður afmarkast prentsvæðið aðeins við valda svæðið. Sé ástæða til að bæta meiru við útprentun er næsta svæði valið á sama máta og “Add to Print Area” valið.

Ef prenta á upplýsingar af mörgum vinnuflipum (worksheets) í einu er fyrsti flipinn valinn og “Ctrl” eða “Shift” haldið inni og næstu flipar valdir. “Ctrl” er notað ef sigta á út einn og einn flipa en “Shift” ef fliparnir liggja hver upp við annan og er þá síðast flipinn sem prenta skal út valinn en um leið veljast hinir milli.

Ég veit ekki hvernig prentumbrot er stillt á mörgum worksheets í einu án þess að nota VBA.

  One Response to “Prentumbrot í Excel”

  1. Snilld!! 🙂

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.