May 232011
 

Eftir að hafa notað samasem merkið (=) í Excel árum saman lærði ég nokkuð nýlega hvernig á að gera „ekki sama og“ í föllum.

Dæmigert fall með samasem merki lítur svona út:

=IF(A1=10;”Tíu”;”Ekki tíu”).

Það gefur okkur að ef í sellu A1 er talan 10, þá skili fallið af sér bókstöfunum „Tíu“. Ef hinsvegar eitthvað annað er í sellu A1 en 10, þá skilar það af sér „Ekki tíu“. Mjög einfalt fall.

En hvað ef ég vil spyrja fallið frekar „Er það sem stendur í A1 ekki 10?“? Þá notum við „Ekki sama og“ merkið (<>). Fallið lítur þá svona út:

=IF(A1<>10;”Ekki tíu”;”Tíu”).

Þarna er fallinu snúið við, þannig að ef ekki eru tölustafirnir 10 í A1 þá skilar fallið “Ekki tíu”, annars “Tíu”. Sama niðurstaða, öðruvísi uppsetning.

Þetta er auðvitað mjög einfalt dæmi. <> getur sparað gríðarlegan tíma í öðrum, flóknari föllum.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.