If fallið er mun einfaldara en almennt er talið. Það virkar svona:
=IF([Ef þetta];[þá þetta];[annars þetta])
Semíkomman skilur að skipanir.
Dæmi:
=IF(A1=10;”A1 er tíu!”;”A1 er ekki tíu!”)
Þetta gefur okkur að ef í cellu A1 er talan 10 þá muni standa “A1 er tíu!“, annars “A1 er ekki tíu!“.
Þetta er þó bara mjög einfalt dæmi um notkun á if fallinu. Hægt er að setja formúlur í þessa formúlu, svo þær keyrist ef eitthvað ákveðið skilyrði er fyllt eða ekki fyllt.
Dæmi:
=IF(A1<>”Ali”;”Þarna er enginn Ali”;IF(A2=”Baba”;”Þarna er Ali Baba”;”Þarna er Ali”))
Þetta gefur okkur:
1. Ef A1 er ekki “Ali” (<> táknar “er ekki sama og”), þá mun standa “Þarna er enginn Ali“.
2. Ef í A1 er hinsvegar “Ali” þá keyrist seinna fallið: IF(A2=”Baba”;”Þarna er Ali Baba”;”Þarna er Ali”).
3. Seinna fallið gefur okkur: Ef A2 er “Baba” þá “Þarna er Ali Baba“, annars bara “Þarna er Ali“.
4. Þannig að ef A1 er ekki Ali, þá “Þarna er enginn Ali“. Ef A1 er Ali og A2 er ekki Baba, þá “Þarna er Ali“. Og ef A1 er Ali og A2 er Baba þá “Þarna er Ali Baba“. Ef hinsvegar A1 er ekki Ali og A2 er Baba þá áfram “Þarna er enginn Ali” þar sem fyrsta spurning fallsins er hvort A1 sé Ali, óháð A2.
Að neðan er örlítið sýnisskjal með Ali Baba dæminu, sem hægt er að skoða og prófa sig áfram með.
Ali Baba syniskjal
Hafið í huga að þetta sýnir aðeins brotabrot af þeim möguleikum sem hægt er að gera með if fallið. Líklegt er að farið verður í flóknari dæmi í framtíðinni.
Látið vita ef eitthvað er óskýrt eða ef eitthvað má betur fara.