Hér á eftir verður farið stuttlega yfir það hvernig á að setja inn Excel viðbót.
Þessi vísir er unninn í Excel 2007
1. Fyrst er smellt á office takkann.
2. Smellt á Excel options (í Excel 2003 er leiðin tools – addins).
3. “Add-ins” valið í vinstri valmynd.
4. Þá er birtist listi yfir þau addin sem eru virk og óvirk. Sé ætlunin að bæta við addin þá er “Go” takkinn valinn.
5. Þá kemur upp listi yfir þau addin sem haka má við til þess að bæta inn í virknisvið Excel. Sé ætlunin að bæta inn viðbót sem ekki er sjálfgefin af hálfu Excel er smellt á “Browse” og viðbótin þá leituð uppi og valin.
6. Ef velja á sjálfgefna viðbót þá er einfaldlega hakað við viðbótina og smellt á OK.
Það fer eftir því hvernig Office pakkinn er settur upp á viðkomandi vél en stundum þegar sjálfgefnum viðbótum í Excel er bætt við biður tölvan um uppsetningardisk/slóð. Þá getur verið ágætt að hafa það á takteinum. Man reyndar ekki eftir því að hafa lent í því oft í nýrri útgáfum af Office en lenti reglulega í því þegar Office 2003 var um að ræða.