Ein ánægjulegasta viðbótin í Excel 2007 var, að mínu mati, fallið IFERROR. Með því er hægt að skipta út öllum villuboðum fyrir texta, eyðu eða nánast hvað sem hugurinn girnist.
Fyrir tíma Excel 2007 þurftu notendur að notast við krókaleið að því að skipta út villuboðum með tveimur samsettum föllum: IF og ISERROR.