Við byrjum á einföldum keyrslum. Hér verður fjallað um meðaltal og vegið meðaltal.
Að reikna venjulegt meðaltal í Excel er auðvelt. Þú skrifar =average([cellur]) og ýtir á enter. Ef þú vilt t.d. taka meðaltal af cellum frá A1 til A10 þá skrifarðu „=average(A1:A10)“ í þá cellu sem þú vilt fá meðaltalið.
Að reikna vegið meðaltal er örlítið flóknara.
Segjum sem svo að þú sért með þrjú gildi sem hafa öll mismunandi vægi (sjá mynd 1). Þú vilt reikna meðaltalið út frá væginu, svokallað vegið meðaltal.
Í þessu tilviki er notast við fallið sumproduct, sem tekur tvær talnarunur, margfaldar og leggur svo niðurstöðurnar saman. Við veljum B2-B4 með músinni, höldum CTRL takkanum niðri og veljum C2-C4, lokum sviganum og ýtum á enter (sjá mynd 2).Vegið meðaltalið reiknast 6,3 og allir ættu að vera sáttir.
Önnur leið væri að slá þetta inn handvirkt. Formúlan í C5 myndi líta þá svona út: =(B2*C2+B3*C3+B4*C4), en þetta er það sem sumproduct gerir án þess að sýna útreikninga.
Það er svo hægt að nota sumproduct á allt annan, skemmtilegri og flóknari hátt. Mögulega meira um það síðar.