Sep 122012
 

Síðunni barst fyrirspurn frá foreldrafélagi skóla, hér á landi, sem sér um að skipuleggja aðkomu foreldra að skólastarfinu. Einn þáttur í því starfi er að yfir skólaárið þurfa foreldrar að sjá um að þrífa skólahús sem eru fjögur talsins.

Fyrirspurnin hljóðaði uppá það hvort að excel.is gæti aðstoðað við að útbúa skjal sem raðaði fjölskyldunum niður á þrifdagsetningar með jöfnu millibil en þó þannig að fjölskyldur myndu ekki þrífa sama húsið í hvert skipti.

Aðstoðin leiddi meðfylgjandi skjal af sér.

Gert er ráð fyrir að aðeins sé stimplaður inn nafnalisti og tímaás (tímaás þarf ekki að vera dagsetning getur verið tölulegur). Skjalið leitast við að leysa fyrirspurnina þannig að rand() fall sér um að gefa öllum innslegnum nöfnum gildi og raðar þeim svo með rank() falli. Síðan er þeim lista raðað niður á húsin fjögur aftur og aftur meðan gildi eru í tímaásnum. Til þess að passa uppá að sama hús sé ekki þrifið í hvert þrifskipti er nafnið sem er fyrst í listanum, í fyrstu röðun, fært aftast í röðina í næstu röðun og síðan nafn tvö fært aftast og svo koll af kolli.

Skjalið er hægt að heimfæra á hvers kyns niðurröðun yfir tímabil. Það er ekki læst með lykilorði þannig að ef einhver er tilbúinn til þess að grafa aðeins ofan í skjalið getur viðkomandi aðlagað það að sínum hugmyndum.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.