Jun 182011
 

Goal Seek (kann ekki gott íslenskt orð) er öflugt tæki sem er notað með tölulegum útreikningum í Excel. Aðgerðin virkar í grunninn þannig að viðkomandi óskar eftir því að tölulegt ferli í reitaumhverfi skili einhverri niðurstöðu með því að breyta sérstökum reit.

Hafa verður í huga að reiturinn sem á niðurstaðan er í verður að vera afleidd stærð af reitnum sem á að breyta og breytingarreiturinn verður að vera með innstimpluðu gildi.

Aðgerðina sjálfa er að finna á Data flipanum (unnið í Excel 2007).

Mynd 1

Tökum einfalt dæmi með samlagningu tveggja reita. Innstimpluð gildi eru í bláu reitunum en rauði reiturinn leggur síðan saman bláu reitina (afleidd stærð af bláu reitunum). Ætlunin er að láta Goal Seek finna fyrir okkur hvaða gildi á A gefur okkur niðurstöðuna 15 í rauða reitinn A+B. Glugginn sem kemur upp fyrir aðgerðina er einfaldur og skýrir sig sjálfur.

Mynd 2

Sé smellt á OK þá ætti Goal Seek að skila eftirfarandi niðurstöðu og jafnan leyst.

Mynd 3

 

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.