May 192011
 

Það getur verið pirrandi að handskrá inn gögn, sérstaklega þegar aðeins þarf að skrá gögn í aðra hverja sellu.

Segjum sem svo að þú sért með lista þar sem nöfn koma fram með óreglulegum hætti og bil þar á milli, þegar umrætt nafn á að vera í öllum auðum sellum, eins og sjá má á sjámyndinni að neðan:

Þetta er auðvitað lítið dæmi sem auðvelt væri að laga handvirkt. En það er annað mál með risavaxin skjöl.

Til að setja nöfnin að ofan í cellurnar fyrir neðan þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

1. Velja sellur A2:A22 (eða þær sellur sem við á, ef um stærra skjal er að ræða) með músinni.
2. Velja F5 og smella á Special.
3. Velja Blanks og smella á OK.
4. Skrifa “=” í valda sellu, ýta á örina upp á lyklaborðinu og halda CTRL takkanum inni á meðan ýtt er á Enter.

Og sjá, taflan hefur verið fyllt:

Þannig setur Excel alltaf það sem er fyrir ofan viðkomandi sellu inn, aðeins í þær sellur sem eru auðar.

Ef vinna á svo úr þessum gagnagrunni, er gott að velja allar sellurnar í A dálkinum, ýta á CTRL+C (Copy) og svo hægrismella og velja Paste special og Values áður en lengra er haldið, til að eyða formúlunni =[sella fyrir ofan], sem gæti ruglað vinnslu gagnagrunnsins.

Látið vita í athugasemdum ef eitthvað er óljóst.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.