Hér eru helstu flýtihnapparnir sem ég nota dags daglega. Listinn er aðeins brotabrot af þeim flýtihnöppum sem eru að finna í Excel eða mögulegt er að bæta við með hjálp VBA.
CTRL + C = Copy: Tekur afrit af gögnum í minni tölvunnar til að setja inn annarsstaðar síðar.
CTRL + X = Cut: Sker gögn í burtu úr skjali og geymir í minni tölvunnar.
CTRL + V = Paste: Setur gögnin sem ég vistaði áður í minni tölvunnar með copy eða cut, á ákveðinn stað í Excel.
CTRL + A = Select All: Velur öll gögnin í skjalinu. Fínt ef ég ætla að eyða öllu eða taka afrit af þeim.
F4 = Repeat: Endurtekur síðustu aðgerð, eins og t.d að eyða column eða setja ákveðna gerð af ramma utan um sellu(r).
ALT + TAB: Flakkar á milli Excel og annarra forrita. Þægilegt ef gögn eru flutt handvirkt á milli forrita.
CTRL + TAB: Flakkar á milli Excel skjala.
CTRL + 1 = Format Cells: Opnar uppsetningarglugga fyrir sellu(r).
CTRL + Örvatakkar: Færir valið (ens.: Selection) til endamarka töflunnar sem það var í. Ef engin tafla þá fer valið í enda skjalsins.
Shift + Örvatakkar: Velur sellur í þá átt sem farið er í.
CTRL + Shift + Örvatakkar: Velur þær sellur innan töflu í þá átt sem valin er. Ef engin tafla þá er farið að endalokum skjalsins.
CTRL + B = Bold: Gerir stafi feitletraða.
Ef þú lumar á góðum flýtihnöppum, endilega látið vita í athugasemdum.
CTRL + Z = Undo: “Öndúar” síðustu aðgerð (mistök) – nota þetta svona 40.000 sinnum á dag.
Alt – A – G – G = Group: Hópar saman línum / dálkum þ.a. hægt er að fela þær / þá með plústökkum.
Alt – A – S – A = Sort Ascending: Raðar línum í töflu frá lægsta til hæsta gildis.
CTRL + Page Up / Page Down – Flakkar a milli “Sheets”
Alt + F11 – Opnar VBA umhverfid
Sjálfur nota ég undo hnappinn í Excel og endurforritaði CTRL+Z fyrir Paste values – Special, þar sem ég fæst mikið við að taka gögn og strípa þau af sniðmáti. En ég get ímyndað mér að CTRL+Z undo flýtihnappurinn sé vinsæll.
Það væri fróðlegt að sjá hvernig maður forritar flýtihnapp til að velja Paste special -> Text. Það er aðgerð sem ég nota frekar mikið, t.d. afrita töflu eða línur af vefsíðu inn í Excel.
Ekkert mál. Skrifa færslu um það síðar í dag.
Meiriháttar! Takk fyrir þetta! 🙂