Jan 062025
 

Hér er einfalt skjal sem heldur utan um spákeppni fyrir allt að 30 manns fyrir HM í handbolta karla 2025, þar sem spáð er fyrir úrslit hvers leiks og sigurvegara móts. Hægt er að stilla hversu mörg stig fást fyrir rétta markatölu, rétt úrslit, ranga spá og sigurvegara móts.

Tafla uppfærist svo með þátttakendum, raðað eftir stigahæstu til stigalægstu.

Skjalið er þannig útbúið að hægt er að deila því í Excel online/Teams umhverfi svo fleiri en einn geti unnið í því samtímis.

ATH. Villa fannst í skjalinu sem nú hefur verið lagfærð. Niðurhala þarf skjalinu aftur eða senda okkur (excel@excel.is) skjalið og við lögum það.

Við viljum minna á að ef vefsíðan kemur að góðum notum þá þiggur Excel.is frjáls framlög uppi í hægra horni síðunnar.

  5 Responses to “HM í handbolta karla 2025 spákeppni”

  1. Góðan daginn, skjalið hættir að reikna stigin í línu 54.

    • Sæl Guðrún

      Skjalið hefur verið lagfært. Þér er líka velkomið að senda mér skjalið og ég lagfæri það fyrir þig, svo þú þurfir ekki að slá inn allar spár á ný.

      Takk fyrir ábendinguna.

      Kv.
      Finnur
      excel.is

      • Sæll Finnur,

        Frábært skjal, er að nota það á vinnustaðnum, en er með sama vandamál og Guðrún. Getur þú nokkuð sagt hér hvað þarf að laga? Þá gæti ég lagað það sjálfur.

        • Sæll Tómas

          Þú þarft að framkvæma eftirfarandi skref:

          1. Fara í Spá.
          2. Aflæsa sheetinu (review -> unprotect sheet).
          3. Velja raðir F og H, hægri smella og velja unhide.
          4. Velja reit G4 og draga formúluna niður til G111.
          5. Velja röð G, hægri smella og velja hide.
          6. Læsa skjalinu (review -> Protect sheet -> OK).

          Vona að þetta sé skýrt. Annars er þér velkomið að hafa samband (excel@excel.is).

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.