Jun 162024
 

Stundum þarf að reikna dráttarvexti af fjárhæðum.

Meðfylgjandi skjal er til þess fallið.

Athugið að skjalið er ekki villuprófað og eingöngu til fróðleiks og skemmtunar, mælt er með því að aðilar leiti sér sérfræðiaðstoðar ef útreikningar eiga að skipta máli.

Útreikningar skjalsins fara fram í VBA og gerð er tilraun til þess að tengjast vef Seðlabankans til þess að uppfæra þá vexti sem notaðir eru til dráttarvaxtaútreikninga. Það þarf því að samþykkja að leyfa macronotkun og external content.

Því næst eru höfuðstóll og dagsetningar eru stimplaðar inn (í bláa reiti) þá birtast dráttarvextir og höfuðstóll með dráttarvöxtum m.v. tilgreindar forsendur. Ef vilji er til þess að skoða útreikninga nánar er smellt á takkann “Uppfæra töflu” og þá ætti taflan að uppfærast þar sem hægt er að sjá útreikninga og vaxtaprósentur nánar.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða virkni skjalsins nánar, sem ég ímynda mér að verði fáir, þá er skjalið aflæst hér neðar gegn gjaldi.