Oct 082013
 

Þegar verið er að vinna með lista af gögnum er hægt gera ýmislegt til þess að raða gögnunum. Hægt er að nota Data-Sort valmöguleikann, Data-filter valmöguleikann eða VBA fyrir þá sem eru lengra komnir. Ætlunin er að fara yfir einfalda aðferð til þess að raða lista eftir stærð tölulegra gilda.

Það sem þessi aðferð hefur fram yfir Data-filter og Data-sort möguleikana er að í þessu uppfærist listinn sjálfkrafa ef gildin í upprunalega listanum breytast (það er þó bundið við það að stærð listans sé sú sama nema gert sé ráð fyrir stækkun hans í formúlum).

Förum snöggt yfir aðferðina og svo fylgir dæmaskjal með færslunni hér að neðan.

Fyrir framan fyrsta dálk óraðaða listans er rank() fallinu beitt á þann dálk sem raða á eftir. Rank() fallið tekur tölulegt gildi í einum reit og setur það í sætaröð miðað við lista af tölulegum gildum.

Mynd 1

Fyrir þá sem ekki það þekkja þá er Rank() formúlan stimpluð inní reit B4 og fyrir framan fyrri semikommu er tölugildið í sömu línu valið en eftir semikommu er heildarlisti gilda sem raða á tölulega gildið í samræmi við valið. Ef formúlan er síðan dregin niður á við (til afritunar í samsvarandi reiti) þarf að muna að festa heildarlista gildanna með því að velja „F4“ rétt eftir að búið er að velja heildarlistann í Rank() fallinu (þá birtast dollaramerkin).

Þegar búið er að búa til rank tölu fyrir öll gildin innan heildarlista gildanna er búinn til annar listi þar sem raðað er eftir þessum rank gildum.

Fyrst er útbúin sætaröðunar listinn en í okkar dæmi er um 10 gildi að ræða, þ.e. sæti 1-10. Í reit við hliðina á einum er síðan Vlookup() formúlan notuð. Innstimpluð gildi í hana eru:

Vlookup(„gildi sem á að leita eftir“; „tafla til að leita í“; „númer dálks til hægri frá vinstri til hægri í töflu sem leitað er í (dálkur með gildum sem leitað er eftir er nr. 1)“; „”True/False“ ef leita á að nákvæmu gildi eða næstu samsvörun úr fyrirliggjandi gildum í töflu“)

Í meðfylgjandi dæmi látum við Vlookup() leita að gildi fyrir hvert samsvarandi sæti, eins og rank fallið skilaði okkur því, í óröðuðu töflunni og skila til okkur tveimur gildum í tvö aðskilda dálka.

Mynd 2

Síðan ef að gildin í óröðuðu töflunni breytast, breytist Rank() viðkomandi færslu í óraðaða listanum og raðast sjálfkrafa í raðaða listann.

Hægt er að skoða þetta nánar í meðfylgjandi skjali.

[wpdm_file id=74]

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.