Aug 022011
 

Föllin AND og OR eru þægileg viðbót við if fallið. AND fallið skilar TRUE ef öll skilyrði sem sett eru inn í það eru sönn, annars FALSE, á meðan OR skilar TRUE ef eitthvað af skilyrðunum sem sett eru inn eru sönn, annars FALSE.

Semsagt:
=AND([skilyrði 1];[skilyrði 2];…)
=OR(([skilyrði 1];[skilyrði 2];…)

Dæmi:
Segjum sem svo að þú hafir tvær talnarunur í A og B column á bilinu 1-10. Talnarunurnar byrja í röð 1.

AND fallið:
Ef þú vilt fá tilkynningu þegar A column skilar 1 og B column skilar 2, þá skráirðu einfaldlega í C column:

=AND(A1=1;B1=2)

Ef þú vilt svo fá skriflega tilkynningu, í stað TRUE og FALSE, þá bætirðu if utan um:

=IF(AND(A1=1;B1=2);”1 og 2 tölurnar eru mættar”;”Ekki 1 og 2″)

OR fallið:
Ef þú vilt fá tilkynningu þegar 1 eða 2 birtist í öðru hvorum A eða B column, þá skráirðu í C column:

=OR(A1=1;B1=1;A1=2;B2=2)
eða
=IF(OR(A1=1;B1=1;A1=2;B1=2);”1 og/eða 2 í A eða B”;”Hvorki 1 né 2 í A eða B”)

Þessum föllum má svo blanda saman:

AND og OR fallið:
Ef þú vilt fá tilkynningu þegar annað hvort 1 er í A og 2 í B eða 2 í A og 1 í B þá fer AND fallið í OR fallið:

=OR(AND(A1=1;B1=2);AND(A1=2;B1=1))
eða
=IF(OR(AND(A1=1;B1=2);AND(A1=2;B1=1));”1 og 2 eða 2 og 1 í A og B”;”Ekki sú niðurstaða sem þú vilt”)

Þetta eru auðvitað eins einföld dæmi og hægt er að finna. Föllin eru mjög notadrjúg, hvort sem um ræðir agnarsmá yfirlitsskjöl eða risavaxin Excel forrit.

Ef eitthvað er óljóst eða má betur fara, látið okkur vita í netfangið excel@excel.is eða í athugasemdum.

  2 Responses to “And og/eða Or keyrslur”

  1. Ég er að reyna við að ég hélt einfalda formúlu en fatta ekki alveg
    Ég er með einn dálk sem í stendur ýmist 1 eða 2
    Ég þarf að fá svar í annan dálk þar sem á að sækja nafn (eins eða tveggja) annarsstaðar í skjalinu eftir því hvort einn eða tveir stendur í reitnum
    Get ég fengið aðstoð
    Halldóra

    • Sæl Halldóra.

      Ef við göngum út frá því að reiturinn sem formúlan fer í sé A1, að 1 eða 2 standi í B1 og nafnið sem þú þarft að sækja sé í C1 og D1 þá lítur formúlan svona út:

      =IF(B1=1;C1;if(B1=2;D1;”Hvorug talan er skráð í reit A1″))

      Skýring:

      Ef í reit B1 stendur 1, þá skráist það sem stendur í reit C1, annars ef í reit B1 stendur 2, þá skráist það sem er í reit D1, annars koma skilaboðin “Hvorug talan er skráð í reit A1”.

      Vona að þetta hjálpi.

      Kv.
      Finnur

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.