Aug 082011
 

Nýlega fékk síðan fyrirspurn hvort Excel geti lagt saman annan hvern reit í rangri runu talna eða töflu. Excel býður ekki upp á neina formúlu sérstaklega fyrir þessa aðgerð en þetta er samt hægt, með því að blanda saman nokkrum formúlum.

Það sem Excel þarf að gera er að leggja saman þá reiti sem hvers númer deilist í tvo.

Til að finna númer reits er notast við ROW().

Til að finna út hvort tala deilist með tveimur er notast við MOD(). MOD gefur upp afgang af deildri tölu. Dæmi: Þú deilir 15 með tveimur. Mod skilar þá tölunni 1 af því afgangurinn af 15/7 er 15-14 = 1.

Til að kóróna formúluna er hún gerð að svokallaðri Array Formúlu, sem krefst þess að shift og CTRL tökkunum sé haldið niðri á meðan ýtt er á Enter, eftir að formúlan er slegin inn.

Formúlan lítur á svona út:

=SUM(IF(MOD(ROW([tölurnar sem um ræðir]);[2 fyrir aðra hverja. 3 fyrir þriðju hverja og svo frv.])=[Afgangurinn sem þú vilt að notast sé við.];[tölurnar sem um ræðir];[Annars er þessu skilað]))

Ef við gerum ráð fyrir að taflan sé á bilinu A1:A100 þá lítur formúlan svona út:

{=SUM(IF(MOD(ROW($A$1:$A$100);2)=0;$A$1:$A$100;0))}

{} birtist þegar Array formúlur eiga í hlut.

Formúlan semsagt leggur saman A1:A100 ef Rows á bilinu A1-A100, deilt með tveimur, skila niðurstöðunum 0. 0 má í þessu tilviki breyta í 1 fyrir hinar sellurnar og má breyta í 2, sé deilt með þremur, 3 sé deilt með fjórum og svo framvegis.

Ef eitthvað er óskýrt, látið vita í athugasemdum eða sendið póst á excel@excel.is.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.