Aug 312011
Margir Excel notendur nota F2 hnappinn mikið við að breyta innihaldi reita. Það getur tafið fyrir mikilli vinnslu að reka sig reglulega í F1 hnappinn, en þegar hann er notaður opnast nýr hjálpargluggi yfir vinnslugluggann og allt stoppar.
Það er hægt að aftengja F1 gluggann með örlitlum kóða.
Það eina sem þarf að gera er að opna Visual Basic, skella smá kóða inn í Personal.xlsb eða Personal.xls, vista og keyra kóðann. Hér eru skref fyrir skref leiðbeiningar:
- Opna Visual Basic (Alt + F11).
- Opna Module1 undir Modules undir VBAProject(PERSONAL.XLSB) eða .xls.
- Fara neðst í Personal.xlsb og setja eftirfarandi kóða:
Sub AftengjaF1()
Application.OnKey “{F1}”, “” ‘Þegar smellt er á F1 gerist ekkert (“”).
End SubSub TengjaF1()
Application.OnKey “{F1}” ‘Þegar smellt er á F1 ræsist hjálparglugginn.
End Sub
- Vista og loka Visual Basic.
- Opna yfirlit yfir Macros (Alt + F8).
- Keyra AftengjaF1.
- F1 hnappurinn á nú að vera aftengdur.
- Þegar þú vilt virka F1 hnappinn aftur ferðu aftur í yfirlit yfir macros (Alt + F8) og keyrir TengjaF1.