May 162011
Möguleikarnir í Excel eru nánast óendanlegir. Nýlega lærði ég nýja flýtileið til að fylla inn í margar sellur í einu.
Segjum sem svo að þú viljir setja nafnið „Jón“ inn í sellur A1-A10. Í stað þess að skrifa „Jón“ í hverja sellu eða skrifa Jón í A1 og draga niður, þá er hér sáraeinfalt ráð:
1. Veldu sellur A1-A10.
2. Skrifaðu „Jón“ í einhverja þeirra.
3. Haltu CTRL inni og ýttu á Enter.
Þannig skráist „Jón“ í allar valdar sellur.
Ahhhh tær snilld. Þetta á eftir að spara tíma, sérstaklega þegar verið er að sækja reiti.