Apr 222011
Margir hafa verið að lenda í vandræðum með að opna Excel 2007 og Excel 2010 skjöl (.xlsx) í Excel 2003 og eldri útgáfum.
Þó að nokkrar formúlur í Excel 2007 og 2010 hlaðist ekki í eldri útgáfum Excel og litaskemað sé annað, er engin ástæða fyrir því að geta ekki opnað önnur, tiltölulega einföld skjöl í eldri útgáfum. Til að gera það þarf smá viðbót frá Microsoft.
Hana má sækja hér, af síðu Microsoft. Hún er ókeypis og hættulaus. Lesið leiðbeiningarnar vel.
ATH. Þetta er aðeins fyrir Excel 2003 og eldri útgáfur af Excel.