Síðunni barst fyrirspurn þess efnis hvort að Excel.is gæti aðstoðað við að bera saman þá lánamöguleika sem stóðu viðkomandi til boða við fjármögnun á húsnæði með tilliti til þess sem þyrfti að greiða af láninu. Annars vegar stóð til boða verðtryggt lán á föstum vöxtum og hins vegar óverðtryggt lán á föstum vöxtum.
Áhættuþátturinn sem þarf að taka tillit til við samanburðinn er hin „blessaða“ verðbólga og áhrif hennar á greiðslubyrði.
Skjalið tekur saman það sem greitt er að nafnvirði og, sem meira skiptir, hversu mikið er greitt að raunvirði af láni. Allt miðar þetta við einhverjar væntingar um verðbólgu á Íslandi og þess vegna var stillt upp grafi þar sem hægt er fá samanburð á heildargreiðslubyrði miðað við mismunandi verðbólgu yfir líftíma láns.
[wpdm_file id=75]
Ljósbláu reitirnir eru til innstimplunar, valið er úr felliglugga hvort um jafngreiðslu eða jafnar afborganir er að ræða og síðan er hakað við hvort lánið er verðtryggt eða ekki.
Til að reikna út raunvirði greiðslna eru greiðslur núvirtar með áætlaðri verðbólgu.