May 052011
 

Til eru ógrynni af fallegum íslenskum nöfnum og möguleikar fyrir samsetningu þeirra eru nánast óendanlegir. Það getur því reynst erfitt fyrir foreldra nýfæddra barna að velja nöfn.

Þar kemur eftirfarandi Excel skjal til hjálpar. Skjalið velur nafn fyrir barnið með lítilli fyrirhöfn, hvort sem um er að ræða stelpu eða strák, eitt, tvö eða jafnvel þrjú nöfn í einu.

Continue reading »

Apr 292011
 

Pepsí deildin í knattspyrnu
Á sunnudaginn byrjar Íslenska knattspyrnuvertíðin á ný þegar Pepsi deildin hefur göngu sína. Þá er vel við hæfi að setja saman skjal fyrir tímabilið með töflu sem uppfærist eftir hver innslegin úrslit.

Skjalið er hér að neðan og virkar aðeins fyrir Excel 2007 og nýrra (vegna ifferror fallsins sem notað er, sjá hér).

 

 

Lítið mál er að setja saman sérunnið skjal fyrir aðrar deildir, sé óskað eftir því. Hafið samband við excel@excel.is ef áhugi er fyrir hendi.

Apr 282011
 

Ein ánægjulegasta viðbótin í Excel 2007 var, að mínu mati, fallið IFERROR. Með því er hægt að skipta út öllum villuboðum fyrir texta, eyðu eða nánast hvað sem hugurinn girnist.

Fyrir tíma Excel 2007 þurftu notendur að notast við krókaleið að því að skipta út villuboðum með tveimur samsettum föllum: IF og ISERROR.

Continue reading »