May 192011
 

Það getur verið pirrandi að handskrá inn gögn, sérstaklega þegar aðeins þarf að skrá gögn í aðra hverja sellu.

Segjum sem svo að þú sért með lista þar sem nöfn koma fram með óreglulegum hætti og bil þar á milli, þegar umrætt nafn á að vera í öllum auðum sellum, eins og sjá má á sjámyndinni að neðan:
Continue reading »

May 132011
 

Í vinnu minni færi ég mikið af gögnum á milli skjala og vil yfirleitt ekki halda sniðmátinu á þeim. Ég notast því við Paste Special → Values, til að setja gögnin inn án sniðmátsins.

En í Excel 2007 og eldri útgáfum er þetta seinlegt. Þú þarft að hægrismella á selluna, velja Paste Special, svo velja Values og að lokum ok (eða alt→h→v→s→v→enter). Þegar þetta er gert mörg hundruð sinnum á dag, getur þetta verið tímafrekt.

Það er því tilvalið að forrita flýtihnapp fyrir þessa aðgerð, sem myndi þá virka eins og flýtihnappurinn CTRL+V (Paste: Að setja inn gögn með sniðmáti).
Continue reading »

Apr 282011
 

Ein ánægjulegasta viðbótin í Excel 2007 var, að mínu mati, fallið IFERROR. Með því er hægt að skipta út öllum villuboðum fyrir texta, eyðu eða nánast hvað sem hugurinn girnist.

Fyrir tíma Excel 2007 þurftu notendur að notast við krókaleið að því að skipta út villuboðum með tveimur samsettum föllum: IF og ISERROR.

Continue reading »