des 062014
 

Fyrir stuttu síðan féll dómur í máli Lýsingar gegn Eykt þar sem Lýsingu var gert að breyta aðferð við endurútreikning ólöglegra gengistryggðra kaupleigusamninga.

Áður reiknaði Lýsing miðað við hin svokölluðu Árna Páls lög (nr. 151/2010) og reiknaði Seðlabankavexti afturvirkt á greiðslur sem búið var að greiða af samningum. Í ofangreindu máli fer Eykt fram á það að þegar greiddar afborganir, vextir og önnur gjöld standi þar sem greiðslur hafi verið fyrirvaralausar og að lántakandi hafi yfir fullnaðarkvittun að ráða – sem er talsvert hagstæðara fyrir lántakanda. Með þessu er í raun verið að segja að þegar greiddir vextir (eins og greiddir voru miðað við gengistrygginguna) skuli standa og ekki endureiknaðir miðað við SÍ vexti en að sama skapi skuli þegar greiddar afborganir (eins og greiddar voru miðað við gengistryggingunni) koma til lækkunar á upphaflegum höfuðstól.

Þessi útreikniaðferð felur í sér að þegar greiddar afborganir (eins og greiddar voru miðað við gengistrygginguna) eru lagðar saman og dregnar frá upphaflegum höfuðstól. Reiknaðir eru SÍ vextir á það sem eftir stendur frá þeim degi er síðast var greitt af samningnum til viðmiðunardags.

Meðfylgjandi er skjal sem áhugasamir geta sett sínar forsendur inní til þess að skoða niðurstöður miðað við þessa aðferð.

Það þarf að virkja macros svo allt keyri vel. Vaxtataflan í skjalinu nær aðeins til 1. desember 2014. Engin ábyrgð er tekin á réttmæti útreikninga eða niðurstaðna sem skjalið veitir.

Ef spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við undirritaðan, djg@skondra.is.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)