Mar 042014
 

Með þessari færslu fylgir skjal (eða grunnur að skjali) sem útbúið var fyrir einyrkja sem vildi halda utan um einfaldan rekstur, þ.e. bóka tekjur/gjöld, skila virðisaukaskatti og stilla því upp í ársreikning. Sá sem skjalið var útbúið fyrir hefur grunntök á excel sem og færslu bókhalds og tengingum bókhalds við ársreikning, þess vegna er skjalið er haldið þeim annmörkum að notendur þurfa að geta aðlagað skjalið að sínu ef ætlunin er að nýta það. Þá er bókhaldslyklun ekki tæmandi og þarf viðkomandi að breyta og bæta lyklunina eftir þörfum.

Grunnhugmyndin um notkun skjalsins er  dagbókarfærsla -> T-reikninga -> prófjöfnuð -> í ársreikning.

Skjalið er ekki villuprófað. Engin ábyrgð er tekin á notkun skjalsins heldur er notkun þess alfarið á eigin ábyrgð.

  19 Responses to “Bókhald og ársreikningur fyrir einyrkja”

  1. Takk

  2. Hvernig býr maður til nýja lykla í bókhaldsforritinu?

  3. Það er svolítil æfing en það er flipi þarna sem heitir “lyklar”. Auðveldast er að taka eitt “named range” þar og breyta. Fellivallistinn byggir á nefndum listum sem eru á þessum flipa.

  4. Takk fyrir þetta skjal.

    Hins vegar sýnist mér vera einhver villa í VSK uppgjörinu. Villan felst í því að Vlookup fyrir VSK tímabilin virðist ekki skila réttum tímabilum nema fyrir Jan-Feb.

    • Sæll Ágúst

      Rétt athugað, líklega er það að “False” vantar í lok Vlookup formúlunnar í reitum á A7 og A8 á flipanum “Vsk uppgjör”.

      Takk fyrir villutékkið, endilega hafa samband þegar þú rekst á fleiri villur.

      kv.
      -DJG

  5. Góða kvöldið, mig lagar að prófa þessa uppsetningu. Ég er búin að átta mig á að ég get breytt yfirlyklum með því að breyta bara nöfnunum í flipanum “lyklar” en hvernig tengi ég nýja undirlykla við yfirlyklana?

    • Góða kvöldið, þetta er tengt með nefndu reitabili. Athugaðu Name Manager á formulas valmyndaflipanum og þá ættirðu að átta þig á þessu. Yfirlykill þarf bara að heita það sama og nefnda reitabilið af undirlyklunum.

      kv.
      DJG

  6. Tekur þú að þér að aðlaga þetta kerfi að mínum þörfum? gegn greiðslu að sjálfsögðu 🙂

  7. Er hægt að fá kennslu í notkun skjalsins gegn greiðslu?

  8. Takk fyrir frábært skjal – er að byrja með einyrkjarekstur og þetta var akkúrat það sem mig vantaði.
    Hvað þýðir fs dálkur í lok dagbókarfærslu og T-reiknings? Hvað á að skrá þar?

    • Sæl Margrét

      Kannski ekki alveg nógu skilmerkilegt, en hugsunin var að þarna væru fylgiskjalanúmerin.

      Það er eitt og annað þarna sem mætti betur fara og skjalið ber einhver merki þess að það var útbúið áður en ég “lærði” á bókhald.

      kv.
      DJG

  9. takk fyrir þetta skjal, en hvernig get ég aukið við sýnilega dálka, eins og í VSK uppgjörinu þá er ég greinilega komin með of mikið í inn og útskatt á tímabilinu og þá kemur restin ekki inn. eingöngu 40 línur

    • Sæl Inga

      Þú þarf að bæta við röðum/línum í uppgjörið og afrita formúlur sem eru í reitunum í viðbæturnar.

      Passa að í B dálki er array sem þarf að vinna sérstaklega með, þ.e. taka alla reitina út (svo hægt sé að bæta við röðum – annars leyfir hún það ekki) og bæta array aftur inn (með sömu formúlu) þegar þú ert búin að bæta við röðum.

      kv.
      DJG

      • Takk fyrir þetta, virkar fínt, en hvað þarf ég að gera til að bæta við línum í T-reikninginn
        kv
        Inga

        • Sömu atriði, af-fela dálka, bæta inn línum og afrita formúlur.

          kv.
          DJG

          • Sæll, einhverra hluta vegna er ég hætt að fá birtingu út dagbókafærslum yfir í t-reikning og vsk-uppgjör hvar er ég að gera villu ?

  10. Sæl Inga

    Það er líklegast að það vanti formúlu í B dálk.

    kv.
    DJG

  11. Komi þið sæl.

    Ég rek lítið fyrirtæki með innfluttning á vörum og annast dreyfingu.

    þettað eru 3 – 4 byrgjar, heildar vörunúmer 150 – 200.

    Mig vantar viðskiptaforrit sem heldur utanum viðskiptamenn, sölu og birgðir, innkaup og innfluttning.

    Birgjar eru 4.

    • Sæll Ingólfur

      Þetta skjal hentar ekki að óbreyttu í verkefnið, því miður. Þetta skjal er of einfalt í sniðum.

      kv.
      DJG