Aug 152012
 

Nýlega langaði mig að vita hversu mikið af kalóríum ég ætti að borða miðað við mínar forsendur. Ég leitaði á netinu og fann formúlur fyrir karla og konur, setti það í Excel skjal og reiknaði út.

Brennsla

Til að gera skjalið skemmtilegra bætti ég við útreikningi á því hversu mikil þyngd mín væri ef ég stundaði meiri eða minni hreyfingu en ég geri nú þegar.

Það eina sem þarf að gera er að velja kyn viðkomandi, slá inn hæð í sentimetrum, þyngd í kílóum og velja svo hversu mikil virkni viðkomandi er. Skjalið á að sjá um restina.

[wpdm_file id=64]

Ath. Ekki ber að taka skjalið of alvarlega eða bókstaflega. Það er meira gert fyrir afþreyingu frekar en til að byggja líf sitt á.

ATH. Þeir sem niðurhlóðu skjalinu fyrir 2. september 2012 þurfa að sækja það aftur. Smá villa var í útreikningi á “ef ég borðaði…” kassanum.

  3 Responses to “Brennsla líkama”

  1. Kæru reiknimeistarar, ef ég slæ inn forsendurnar mínar (kona, 176 cm, 72 kg, 42 ár, meðalvirkni) fæ ég út að heildarbrennsla sé tæpar 2272 kalóríur, en ef ég slæ síðan inn 2300 kalóríur hægra megin (í stað 3000) kemur út að ef ég fái 2300 kalóríur á dag endi ég á að verða 60 kg. Sem sagt: ef ég borða nokkrar kalóríur umfram útreiknaða þörf enda ég á að missa sjötta hluta þyngdar minnar. Það passar nú ekki alveg, eða hvað? Ef ég fjölga kalóríunum í reit F8 upp í ca. 2550 held ég áfram að vera 72 kg með óbreyttri virkni, en ef ég skipti um kyn í reit B2 passa útreikningarnir betur: þá hækkar heildarbrennslan úr 2272 í 2553 kalóríur og þyngd helst óbreytt ef neyslan er látin passa við þá tölu. Getur verið að hafi gleymst að leiðrétta formúlurnar miðað við kyn?

    • Sæl Vala.

      Takk fyrir athugasemdina. Við skoðum þetta og leiðréttum þegar villan er fundin.

      Kv.
      Finnur

    • Sæl aftur Vala.

      Það var alveg laukrétt hjá þér, ég hafði gleymt að breyta “ef ég borðaði…” kassanum fyrir konur líka. Ég biðst velvirðingar á því. Skjalið hefur verið lagfært. Þú þarft að niðurhala því aftur.

      Takk kærlega fyrir að láta vita.

      Kv.
      Finnur

Leave a Reply to Finnur Torfi Cancel reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.