Feb 232012
 

Ég fékk nýlega beiðni frá vini mínum um að útbúa prófskjal í Excel þar sem auðvelt er að skrá inn spurningar og taka svo próf úr áðurnefndum spurningum. Það er lítið mál.

Í skjalinu að neðan eru spurningar og svör sett inn í sheet-ið Spurningalisti. Þegar hæfilegt magn hefur verið sett inn er farið í sheet-ið Próf og fjöldi spurninga valdar í D1. Athugið að ekki er hægt að biðja um fleiri spurningar en eru til í grunninum.

Þegar því er lokið er spurningum svarað í svar dálkinum og ýmist er tilkynnt hvort svarið sé rétt eða rangt. Ef það er rangt er rétt svar birt með. Í reitnum P1 eru rétt svör og heildarfjöldi spurninga taldar og í Q1 er hlutfall réttra svara birt.

Þegar þú vilt byrja upp á nýtt smellirðu einfaldlega á Byrja aftur hnappinn.

Nokkrir punktar varðandi skjalið:

1. Skjalið getur innihaldið 500 spurningar og svör.
2. Svarið á prófinu verður að vera eins skrifað og í svarið í spurningalistanum, nema há- og lágstafir þurfa ekki að vera eins og fjöldi bila milli orða skipta ekki máli.
3. Skjalið notast við macro keyrslu til að endurræsa uppröðun spurninga, sem útskýrir xlsm endingu skjalsins. Notendur gætu þurft að virkja viðkomandi macro, sem er með öllu hættulaus.

Skjalið er tilvalið í nota við að læra fyrir próf þar sem nemendur geta lagt próf fyrir hverja aðra eða jafnvel sjálfan sig.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.