jan 312012
 

Fáir hafa komist hjá því að heyra umræðu um endurútreikning gengistryggðra lána. Fjármálastofnanir hafa í nokkurn tíma verið að dreifa niðurstöðum endurútreiknings til viðskiptavina sinna, einstaklinga og fyrirtækja. Hér neðar er skjal gefur færi á að sannreyna þessar niðurstöður.

Skjalið er uppsett til að endurreikna lánið miðað við ÁrnaPálslögin svokölluðu (nr. 151/2010).

Skjalið er þó líka hægt að nota til þess að reikna niðurstöðu miðað við þá forsendu að ekki megi rífa upp þegar greiddar greiðslur og þar með afborganir inná höfuðstól. Vilji fólk skoða endurútreikning miðað við þann vinkil er það sem búið er að greiða inná höfuðstólinn lagt saman og dregið frá upphaflegum höfuðstól. Það sem eftir situr af höfuðstólnum ásamt viðmiðunardagsetningu og þeirri dagsetningu sem síðast var greitt af láninu eru þá þær þrjár breytur sem nota á til að sjá stöðuna miðað við þessa leið. Þessi vinkill er þó ekki í höfn en dómstólar eiga eftir að skera úr um þetta.

Skjalið er einfalt í notkun og skýrir sig að mestu sjálft en það er byggt á upp á sambærilegan hátt og er lýst hérna (hægt er að sannreyna skjalið með dæmunum á síðunni en einhver fyrirvari er á þessu því t.d. er vaxtaprósentan fyrir tímabilið 01.10.07-30.09.08 í neðra dæminu á tilgreindri síðu eitthvað skrýtin því vextir fóru aldrei undir 16,0% á þessu tímabili skv. Seðló)

Vaxtataflan í þessu skjali nær aðeins til 01.02.2012 og það þarf að virkja macros svo allt fari rétt fram. Engin ábyrgð er tekin á þeim niðurstöðum sem skjalið kann að veita, notist á eigin ábyrgð.

Það er rétt að taka fram, ef einhverjir skyldu ætla sannreyna gögn frá sinni fjármálastofnun, að samkvæmt könnun, sem Umboðsmaður skuldara framkvæmdi, þá eru allar fjármálastofnanir að endurreikna lánin með sama hætti (þeim sama og í skjalinu með þessari færslu) nema Lýsing, SP (nú LAIS) og Íslandsbanki Fjármögnun (nú Ergo).

  2 Responses to “Endurútreikningur gengistryggðra lána”

  1. Thumb up 0 Thumb down 0

    Sælir

    Næ ekki að vista niður skjalið um endurútreikning gengistryggðra lána, er búið að loka þessu?

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)