Nov 012011
 

Skilyrt sniðmát (conditional formatting) er frábær leið til að láta Excel skjalið upplýsa ákveðin gildi. Þannig er t.d. hægt að láta allt stærra en 50 í lista af tölum vera blátt á litinn, svo auðveldera er að finna.

Það er þó aðeins brotabrot af öllum þeim möguleikum sem þetta tól opnar. Eitt þeirra er að lýsa upp heila röð af gildum, út frá t.d. nafni.

Forsendur
Segjum sem svo að þú sért með lista af fólki. Við hvert nafn eru nokkrar breytur skráðar, t.d. hæð, þyngd og svo framvegis. Segjum svo að þú viljir láta öll gildi ákveðins nafns upplýsast þegar þú skráir það í ákveðinn reit í skjalinu.

Gefum okkur að listinn sé í reitum A2 til D5 og að nafnið sem þú leitar að sé í reit H2. Gefum okkur ennfremur að þú sért í Excel 2007 eða 2010.

Skref
1. Veldu listann (A2:D5).
2. Farðu í HOME → Conditional Formatting → New Rule → Use formula to determine which cells to format (neðst).
3. Ritaðu (án gæsalappa) “=$A2=$H$2” og smelltu á Format. ATH. Mikilvægt er að festa A2 reitinn rétt.
4. Veldu það sniðmát sem þú vilt. T.d. með Fill og ljósblátt. Veldu svo OK og OK aftur.

Þá ætti öll röðin að upplýsast ljósblá, ef þú valdir það sniðmát.

Þetta virkar þannig að ef A2 er það sama og er skrifað í H2, þá breytist sniðmátið. A2 er fest í column ($A2) og H2 fest í reit ($H$2), sem þýðir að þegar skilyrta sniðmátið færist yfir alla töfluna, leitast hún bara eftir því sem stendur í A columninu en sniðmátið færist yfir alla röðina.

Sjá meðfylgjandi skjal fyrir tilbúið dæmi.

{filelink=51}

  3 Responses to “Skilyrt sniðmát (conditional formatting) á heila röð”

  1. Sælir og takk fyrir góða síðu.

    Getið þið aðstoðað mig með
    Oft þarf ég að bera saman niðurstöður þannig að ef munurinn á þeim milli ára er 5 stig eða meira. Semsagt ef núverandi niðurstöður, t.d. 2011, eru 5 stigum hærri (eða meira) en 2010, vil ég að sniðmátið sé blátt. Ef þær eru 5 stigum lægri (eða meira) á það að vera rautt. (vel þá raðirnar og geri rautt ef= (2011 röðin) is equal to or less than (2010 röðin) -5 —- og að sama skapi blátt ef= equal to or more than (röðin)+5…

    Einhverra hluta vegna fæ ég þetta ekki til að virka rétt. Er búin að velja báðar raðirnar í heild og formatta þannig – og ég er búin að velja einn “cell” og líma svo formatting yfir á hina sem það sama skal gilda um (bæði með paste formatting og að draga niður svarta plúsinn). En skilyrðingin miðast alltaf við efsta gildið í samanburðarröðinni… eða þá að þetta verður einfaldlega handahófskennt…

    Kunnið þið ráð?

  2. Sæl Arna

    Ef ég er ekki að misskilja þá sýnist mér vanta hjá þér festingarmerkingarnar ($). Svona geri ég þetta:

    Ef ég reikna með að 2010 og 2011 tölurnar séu hlið við hlið og ég ætli bara að sýna breytinguna á 2011 tölunum, þá vel ég allar 2011 tölurnar, fer í conditional formatting, New Rule, Use formula to determine which cells to format og skrifa eftirfarandi formúlu fyrir ‘5 stigum stærra en 2010’: =$C3>=$B3+5 (að því gefnu að C3 sé fyrsta sellan í 2011 og B3 sé fyrsta sellan í 2010. Svo vel ég sniðmát og vel svo ok. Taktu eftir að ég festi C3 og B3 í bókstafnum, svo formúlan renni niður alla röðina.

    Sama geri ég með 5 stigum eða minna. Sjá þessa mynd:

    http://i.imgur.com/zNlxX.png

  3. Sæll
    Ég er með vandamál sem ég hefði viljað láta Conditional Formatting leysa. Ég er með þrjár breytur sem allar verða taka mið af hvor annari.

    Dæmi:
    Fyrsta breytan er með 5 valmöguleikum (A-B-C-D-E)
    Önnur breytan er með 2 valmöguleikum (Já – Nei)
    Þriðja breytan er með 2 valmöguleikum (föstum fjárhæðum sem breytast eftir því hvort er valið A-E ef svarað er “Já” (segjum A-E = 100-500). Ef svarað er “Nei” skiptir þriðja breytan ekki máli.

    Ef við gefum okkur að ég vel “B” – “Já” = “200” og ég slæ inn í reitinni sem reglan gildir um er undir 200 þá verður reiturinn rauður.

    Ég hef ekki getað notað IF formúlu þar sem fyrstu tvær breyturnar eru í Drop-Down fellilista og þriðja breytan er geymd á öðru sheeti (bakvinnslu skjali)

    Vona að ég hafi komið þessu frá mér skiljanlega, ef ekki þá get ég sett upp dæmi í Excel og sent á netfang. Ef það finnst lausn á þessu yrði ég gríðarlega þakklátur.

    Kv. Daði

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.