Nov 042011
 

Það er fátt sem ekki er hægt að gera í Excel. Í skjalinu sem fylgir færslunni er smá leikur gerður úr ensku deildunum í fótbolta.

Í skjalinu, sem virkar aðeins fyrir Excel 2007 og nýrri útgáfur, er hægt að herma (ens.: simulate) ensku deildirnar, umferð fyrir umferð eða heilt tímabil í einu. Ennfremur eru úrslitakeppnir neðri deildanna innifaldar ásamt einfaldri útgáfu af deildarbikar ensku deildanna.

Nokkur atriði varðandi skjalið:

  • Skjalið inniheldur saklausan macro sem þarf að virkja þegar það er opnað.
  • Skjalið er á bjagaðri ensku. Beðist er velvirðingar á því.
  • Þegar tímabili allra deilda er lokið er hægt að endurræsa þær, ýmist með því að endurræsa hverja og eina eða allar í einu á overview síðunni. Þegar tímabil eru endurræst koma nýjar niðurstöður leikja.
  • Styrkleikur liðanna er reiknaður út frá stöðu deildarinnar þann 4. nóvember 2011.
  • Hægt er að breyta styrkleika allra liða handvirkt á Settings síðunni.

{filelink=52}

Mér þætti vænt um ef notendur skjalsins gætu séð sér fært að láta mig vita ef eitthvað má betur fara í skjalinu með því að senda póst á excel@excel.is eða rita athugasemd við færsluna. Hugmyndir að viðbótum í skjalið eru líka vel þegnar.

  One Response to “Ensku deildirnar í fótbolta – Hermun”

  1. […] tæpum tveimur árum deildum við hér skjali sem hermir (simulates) allar umferðir í öllum deildum enska boltans á tímabilinu […]

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.