Apr 282011
 

Ein ánægjulegasta viðbótin í Excel 2007 var, að mínu mati, fallið IFERROR. Með því er hægt að skipta út öllum villuboðum fyrir texta, eyðu eða nánast hvað sem hugurinn girnist.

Fyrir tíma Excel 2007 þurftu notendur að notast við krókaleið að því að skipta út villuboðum með tveimur samsettum föllum: IF og ISERROR.

Dæmi: =IF(ISERROR(A1/B1);”Villa!”;A1/B1)
Í þessu dæmi spyr fallið hvort A1/B1 skili villu. Ef svo er þá skráist “Villa!”, annars deilir hún A1 með B1.

Með IFERROR fallinu er þessi krókaleið ekki lengur þörf. Dæmið að ofan lítur svona út með nýja fallinu:

=IFERROR(A1/B1;”Villa!”)
Í þessu dæmi reiknar fallið fyrst niðurstöðuna og skiptir út villuskilaboðum út fyrir  “Villa!”.

Aðal þægindin við þetta er að þetta styttir formúlur gríðarlega, sérstaklega þegar um er að ræða risavaxnar samsettar formúlur.

Niðurhalið skjalinu hér að neðan til að skoða einfalt dæmi í Excel 2007+ skjali. Ath. Hluti skjalsins virkar ekki í eldri útgáfum.

 

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.